Auk þess að skila inn fylgigögnum vegna greiðslumats þarf að skila inn eftirfarandi gögnum vegna lánsumsóknar:
- Samþykktu, undirrituðu og vottuðu kauptilboði ásamt söluyfirliti og myndum (ef við á).
- Söluyfirlit eignar sem umsækjandi er að selja.
Aðeins ef um nýbyggingu er að ræða:
- Smíðatryggingu.
- Fjármögnunaráætlun (frá byggingarstigi 4 í byggingarstig 7).
Aðeins ef um hlutakaup er að ræða:
- Staðfestingu á skilnaði (ef við á).
- Fjárskiptasamning (ef við á).
Aðeins ef um aukalán vegna sérþarfa er að ræða:
- Ítarleg greinargerð frá umsækjanda ásamt læknisvottorði.
Fylgigögn með umsókn um íbúðalán vegna endurbóta:
- Afrit reikninga vegna vörukaupa og vinnu við endurbætur.
- Framkvæmdakostnaður endurbóta: Staðfesting á umfangi framkvæmda, eðli þeirra og verklokum. Framkvæmdakostnaður þarf að vera staðfestur af byggingarfulltrúa eða öðrum leyfishöfum.
- Vottorð byggingarfulltrúa um samþykki byggingarnefndateikninga (ef um breytingar á húsnæðinu er að ræða) ásamt stærðartöflu eignarinnar.
- Íbúðalánasjóði er heimilt að óska eftir gögnum og afriti af samþykktum byggingarnefndateikningum ef á þarf að halda.
Fylgigögn með umsókn um íbúðalán vegna veðlánaflutninga
- Samþykktu, undirrituðu og vottuðu kauptilboði bæði hinnar seldu og keyptu eignar
- Söluyfirlit eignar sem umsækjandi er að verið að kaupa.
- Veðbókarvottorð vegna eignar sem verið er að selja